Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá björgunaraðgerðum björgunarsveita í Fnjóskadal en björgunarsveitir í Eyjafirði voru kallaðar út um hádegisbil vegna göngufólks sem lenti í vandræðum á Grundarhnjúki. Tvær konur slösuðust alvarlega en aðstæður til björgunar voru mjög erfiðar.

Þá segjum við frá því að fækka þurfi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi um minnst fjóra þann 1. febrúar á nýju ári vegna mikils hallareksturs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fækkunin gengur í gegn þrátt fyrir fjölgun útkalla og alvarlegra slysa á milli ára.

Við heyrum í íbúum í Hveragerði sem vöknuðu við jarðskjálftann á Hellisheiði í nótt en þeim var mjög brugðið.

Þá hittum við hælisleitendur sem búa á Ásbrú en þeir kvarta undan mikilli einangrun og eru samgöngumöguleikar þeirra afar takmarkaðir. Andleg líðan þeirra sé slæm en einn þeirra reyndi að svipta sig lífi á dögunum.

Við kynnum okkur einnig tryggingamál varðandi tjón sem hlýst af flugeldum og þá verður snert á sölu áfengis á þessu ári samanborið við árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×