Útlit fyrir að nokkur félög vísi deilu til ríkissáttasemjara fyrir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2018 13:30 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Efling og VR og jafnvel fleiri verkalýðsfélög munu vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara fyrir jól, jafnvel í dag. Formaður Eflingar segir til einskis að halda viðræðum áfram með þeim hætti sem verið hefur. Samninganefnd Eflingar ákvað í gærkvöldi að afturkalla samningsumboð sitt frá samninganefnd Starfsgreinasambandsins þar sem öll félög þess höfðu áður sameinast í fyrsta skipti í sögu þess. Í morgun tilkynnti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sambandinu að það myndi fylgja Eflingu út úr samflotinu. Í viðtali á Vísi segist Vilhjálmur stefna á samflot með VR eins og Efling ætlar að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Efling og VR muni jafnvel vísa deilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara strax í dag. „Ég get ekki svarað um það akkúrat núna. En það verður væntanlega farið í það sem allra fyrst,” segir Sóveig Anna. Vilji Eflingar og VR til samstarfs sé ótvíræður og deilunni verði að minnsta kosti að öllum líkindum vísað til ríkissáttasemjara fyrir helgi. Tillaga Eflingar og sex annarra verkaklýðsfélaga innan samninganefndar Starfsgreinasambandsins um að vísa deilunni áfram var ekki samþykkt á fundi nefndarinnar á föstudag og er ákvörðun Eflingar beint framhald af þeirri niðurstöðu. „Okkar mat er að það sé til einskis að halda viðræðunum áfram með því formi sem verið hefur. Þar af leiðandi sé ekkert annað í stöðunni en gera þetta,” segir Sólveig Anna. Kröfur Eflingar hafi ekkert breyst og sé þær sömu og samþykktar hafi verið innan Starfsgreinasambandsins. Þetta snúist um aðferðir. „Flýta ferlinu og svo skiptir það okkur auðvitað gríðarlegu máli eins og margoft hefur komið fram að vera í þessu mikla og góða samstarfi við VR.”Þið sjáið slagkraft í að vera með öðru svona fjölmennu félagi?„Sannarlega og svo má ekki gleyma því að VR lagði fram kröfugerð sem er að miklu leyti samhljóða kröfugerðinni sem við lögðum fram,” segir Sólveig Anna. Auk Eflingar lögðu sex önnur verkalýðsfélög til í samninganefnd Starfsgreinasambandsins að deilunni yrði vísað strax til ríkissáttasemjara. Formaður Eflingar segist ekki geta svarað því hvort öll þessi félög muni fylgja Eflingu að málum nú. „Þú verður bara að tala við formenn annarra félaga,” segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34 Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Verkalýðsfélag Akraness slítur sig einnig frá SGS Félagið fylgir þar með fordæmi Eflingar sem í gær ákvað að draga samningsumboð sitt til SGS einnig til baka. 20. desember 2018 10:34
Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. 20. desember 2018 08:30