Dwyane Wade ætlaði aldrei að leyfa Harden að taka síðasta skotið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Gerald Green og Dwyane Wade eftir leikinn. Vísir/Getty Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121 NBA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Nýliðinn Luca Doncic heldur áfram að leika listir sínar í NBA-deildinni en Slóveninn snjalli varð að sætta sig við tap í nótt þrátt fyrir nýtt persónulegt stigamet. Fimm leikja sigurganga Houston Rockets endaði líka í Miami og Houston liðið missti að auki einn sinn besta leikmann meiddan af velli.@gallinari8888 (season-high 32 PTS) & @luka7doncic (career-high 32 PTS) duel as the @LAClippers defeat DAL at home! #ClipperNationpic.twitter.com/63xHG8U7IA — NBA (@NBA) December 21, 2018Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Los Angeles Clippers vann 125-121 sigur á Dallas Mavericks. Clippers-liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð en tókst að landa sigri með góðum endaspretti. Dallas-liðið var 109-104 yfir þegar rúmar fimm mínútur voru eftir en heimamenn fóru á flug í lokin, náði 15-2 spretti og unnu svo þessar síðustu fimm mínútur 21-12. Lou Williams kom með 26 stig inn af bekknum fyrir Los Angeles Clippers á aðeins 24 mínútum og annar maður af bekknum, Montrezl Harrell, skoraði 18 stig.Luka Doncic tallies a career-high 32 PTS for the @dallasmavs at Staples Center. #MFFL#NBARookspic.twitter.com/F9LmpczNty — NBA (@NBA) December 21, 2018Luka Doncic skoraði 32 stig fyrir Dallas Mavericks og JJ Barea var með 19 stig. DeAndre Jordan bætti við 11 stigum og 22 fráköstum í sínum fyrsta leik í Staples Center eftir að hann yfirgaf Clippers-liðið. Doncic hefur nú skorað 20 stig eða meira í sextán leikjum á þessu tímabili en auk stiganna 32 var hann einnig með 5 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 fráköst. Hann hitti úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum.@jrich23 (22 PTS, 7 AST, 6 REB) and Tyler Johnson (19 PTS) come up big as the @MiamiHEAT outlast Houston for their 3rd straight W! #HeatCulturepic.twitter.com/wFziOXAJUd — NBA (@NBA) December 21, 2018James Harden átti mjög góðan leik en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á móti Miami Heat. Miami Heat vann 101-99 sigur á Houston Rockets og endaði þar með fimm leikja sigurgöngu Houston. James Harden var með 35 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Eric Gordon skoraði 20 stig. Houston hitti úr 18 þriggja stiga skotum en tók líka 54 slík skot og nýtingin var því bara 33%. Josh Richardson skoraði 22 stig fyrir Miami og Tyler Johnson var með 19 stig en þetta var þriðji sigur liðsins í röð.Big plays on both ends from Tyler Johnson! #HeatCulture 99#Rockets 94 1:51 to go on @NBAonTNTpic.twitter.com/VoCGVjmMrW — NBA (@NBA) December 21, 2018Dwyane Wade og félagar ætluðu að passa upp á það að James Harden fengi ekki lokaskotið í leiknum og það tókst. Wade pressaði Harden til að senda frá sér boltann og Eric Gordon tók síðasta skotið og klikkaði. „Ef einhver annar myndi hitta hjá þeim þá tækjum við bara á því. Eitt var pottþétt James Harden átti ekki að fá að taka þetta skot,“ sagði Dwyane Wade eftir leikinn. Chris Paul tognaði aftan í læri í öðrum leikhluta þegar Houston var 45-38 yfir. Houston liðinu hefur gengið mjög illa án hans og hann gæti verið frá í einhvern tíma.Dwyane Wade uses the hesitation and attacks baseline for the SLAM in tonight's #KiaTopPlay! #HeatCulturepic.twitter.com/nvPdz1mvA5 — NBA (@NBA) December 21, 2018Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Houston Rockets 101-99 Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 125-121
NBA Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira