„Plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. desember 2018 10:55 Sigurþór Þórólfsson, sem er alltaf kallaður Bóbó, segir tjónið fyrir verslunina mikið. vísir/vilhelm Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar. Lögreglumál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira
Apple-borðtölvu var stolið um klukkan 21 í gærkvöldi í herrafataversluninni Karlmenn á Laugavegi 77. Verslunin var opin vegna jólavertíðarinnar þegar þjófarnir létu greipar sópa og segir Sigurþór Þórólfsson, eigandi Karlmanna, að þjófarnir hafi aðeins verið inni í versluninni í nokkrar sekúndur. „Lögreglan er að vinna í þessu. Þeir komu á staðinn og eru að kanna málið en þetta er ekki þetta útlenda gengi sem er búið að vera að herja á landsmenn heldur Íslendingar,“ segir Sigurþór sem er reyndar alltaf kallaður Bóbó. Hann segir þjófana hafa verið að minnsta kosti tvo. „Það var einn sem hljóp út strax á eftir hinum. Þetta gerðist rosalega hratt. Það kom fyrst hérna einn inn og plataði afgreiðslumanninn út í horn og síðan kom annar strax á eftir. Þeir vissu greinilega hvað þeir voru að gera. Þeir plögguðu bara tölvuna úr sambandi og hlupu með hana út, bara rosalega hratt. Þetta skeði á nokkrum sekúndum,“ segir Bóbó.Verslunin Karlmenn er á Laugavegi 77.vísir/vilhelmAllar viðskiptamannaskrár, pantanir og myndir í tölvunni Hann segist ekki hafa áttað sig strax á því að tölvunni hafði verið stolið. „En svo fór ég allt í einu að hugsa: „Bíddu, engin músík?“ Og þá var tölvan horfin þannig að þetta gerðist mjög hratt.“ Bóbó segir að í tölvunni sé mikið af verðmætum gögnum verslunarinnar. „Þetta er hrikalegt tjón. Þarna eru allar viðskiptamannaskrár, allar pantanir og allar myndir. Svo er svona klaufaskapur í manni að það er langt síðan maður tók „backup,““ segir Bóbó sem segist hreinlega ekki trúa því að það sé einhver að koma á opnunartíma og taka tölvu. Hann segir lögregluna vera að kanna hvort að þjófarnir hafi náðst á mynd úr myndavélum á móti versluninni þar sem ekki séu myndavélar í og við verslunina sjálfa. Bóbó setti færslu á Facebook-síðu verslunarinnar í gær þar sem hann bauð fundarlaun fyrir tölvuna vegna gagnanna sem eru í henni. „Í tölvunni eru mikilvæg gögn og upplýsingar sem nýtast aðeins okkur. Ef einhver þarna úti er með tölvuna okkar eða getur vísað okkur á hana þá fær sá hinn sami jakkaföt skyrtu og bindi að eigin vali, jafnvel frakka,“ segir í Facebook-færslun verslunarinnar.
Lögreglumál Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Sjá meira