Guðjón Valur og Þórey Rósa handknattleiksfólk ársins Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. desember 2018 18:00 Handknattleiksfólk ársins 2018 Facebook/HSÍ Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi. Íslenski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur tilkynnt um val á handknattleiksfólki ársins 2018. Landsliðshornamennirnir Þórey Rósa Stefánsdóttir og Guðjón Valur Sigurðsson urðu fyrir valinu að þessu sinni. Umsögn HSÍ um handknattleiksfólk ársins má sjá hér fyrir neðan.Handknattleikskona ársins: Þórey Rósa StefánsdóttirHandknattleikskona ársins 2018 er Þórey Rósa Stefánsdóttir, hægri hornamaður úr Fram í Reykjavík. Þórey Rósa er 29 ára, fædd 14. ágúst 1989. Hún spilaði með ÍR til 16 ára aldurs þegar hún skipti yfir í Fram og hóf þar sinn feril með meistaraflokki haustið 2005. Þórey tók þátt í miklum uppgangi kvennaliðs Fram áður en hún fór í atvinnumennsku til hollenska liðsins E&O Emmen. Þá spilaði Þórey í stuttan tíma með Vfl Oldenburg áður en hún flutti sig til Team Tvis Holstebro í Danmörku sumarið 2011. Hún var Evrópumeistari vorið 2013 með Holstebro en flutti sig síðar það sumar til Noregs þar sem Þórey spilaði með Vipers Kristiansand næstu 4 ár í toppbaráttu í norsku deildinni. Þórey flutti heim 2017 og gekk til liðs við Fram á nýjan leik, þar sem hún varð Íslands- og bikarmeistari með Fram nú í vor. Þann 20. apríl 2011 lék Þórey sinn fyrsta landsleik í Antalya í Tyrklandi gegn heimakonum og skoraði 2 mörk í leiknum. Þórey hefur verið lykilmaður í A landsliði kvenna undanfarin ár, hún hefur spilað 96 landsleiki og skorað í þeim 275 mörk. Auk þess lék Þórey á sínum tíma 31 unglingalandsleik og skoraði í þeim 72 mörk. Þá var Þórey Rósa fyrirliði A landsliðs kvenna sem tryggði sér sæti í umspilsleikjum fyrir HM næsta sumar.Handknattleiksmaður ársins: Guðjón Valur Sigurðsson Handknattleiksmaður ársins 2018 er Guðjón Valur Sigurðsson, vinstri hornamaður Rhein-Necker Löwen í Þýskalandi og fyrirliði A landsliðs karla. Guðjón Valur er 39 ára, fæddur 8. ágúst 1979. Hann er alinn upp í Gróttu og steig þar sín fyrstu skref með meistaraflokki. Guðjón Valur spilaði með KA á Akureyri um tíma en fór í atvinnumennsku til Þýskalands sumarið 2001. Í Þýskalandi spilaði hann með Essen og varð Evrópumeistari með þeim árið 2005, seinna það ár gekk hann til liðs við Gummersbach. Árið 2008 gekk hann til liðs við Rein-Neckar Löwen. Það var síðan tímabilið 2011-2012 sem hann söðlaði um og fór til Danmerkur og spilaði þar með AG Köbenhavn. Hann fór aftur til Þýskalands 2012 og gekk þá til liðs við THW Kiel. Hann varð Þýskalandsmeistari og þýskur bikarmeistari með Kiel 2013 og Þýskalandsmeistari 2014. Guðjón Valur gekk til liðs við Barcelona sumarið 2014 og þar sem hann vann alla titla sem í boði voru vorið 2015. Eftir annan Spánarmeistaratitilinn í röð vorið 2016 hélt Guðjón Valur á ný til Þýskalands og gekk í annað sinn í raðir Rhein-Necker Löwen. Með Rhein-Necker Löwen var Guðjón Þýskalandsmeistari vorið 2017 ásamt því að vera fjórði markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar en vorið 2018 endaði liðið í 2. sæti. Guðjón spilaði sinn fyrsta A-landsleik 16. desember 1999 í Haarlem í Hollandi á móti Rúmeníu og skoraði þar 2 mörk. Þá hefur hann verið lykilmaður í landsliðinu um langt skeið. Guðjón náði stórum áfanga á árinu þegar hann varð markahæsti landsliðsmaður í heiminum frá upphafi. Hann hefur leikið 348 A-landsleiki og skorað í þeim 1816 mörk. Þá lék hann 14 leiki með yngri landsliðum og skoraði í þeim 23 mörk. Sem atvinnumaður hefur Guðjón Valur verið frábær fyrirmynd ungra handboltaiðkenda bæði hér á landi og erlendis í bráðum tvo áratugi.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira