Segir Fréttablaðið „standa sig einna verst“ í umfjöllun um kjaramál Sylvía Hall skrifar 23. desember 2018 16:41 Ragnar Þór er ekki sáttur við skrif margra fjölmiðla í aðdraganda kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“ Kjaramál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sætti harðri gagnrýni í leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur útgefanda og fyrrverandi ritstjóra í helgarblaði Fréttablaðsins. Í leiðaranum segir Kristín Ragnar vera „öfgamann“ með lítinn hluta félagsmanna á bak við sig og erfitt sé að halda því fram að hátterni hans sé félagsmönnum til hagsbóta. Ragnar segir skrif Kristínar vera öfgafull níðskrif og hann sjái ekki ástæðu til að svara þeim. „Sumarið 2017 var Ragnar Þór Ingólfsson kjörinn formaður VR með ríflega 63% greiddra atkvæða. Af ríflega 33 þúsund félagsmönnum í VR mættu 5.706 og greiddu atkvæði. Ragnar var því kjörinn með atkvæðum um 10% félagsmanna. Áhugaleysið var því umfram annað þess valdandi að Ragnar náði völdum í félaginu,“ segir Kristín í umræddum leiðara sem ber yfirskriftina „stórskaðlegt“. Þá segir Kristín félagsmenn VR hafa það ágætt samkvæmt flestum mælikvörðum og helsta ógnin við lífskjör félagsmanna sé að „verðbólgudraugurinn rakni úr rotinu og krónan haldi áfram að veikjast“, en líkurnar á báðu aukist með athöfnum formannsins. Ragnar gefur lítið fyrir þessi skrif Kristínar og bendir á að kjörsókn hafi aukist og framboðum fjölgað í VR eftir að kosningalögum félagsins var breytt árið 2009. Hann telur sig hafa ríkara umboð í baráttu sinni fyrir bættum kjörum launafólks en margir forvera sinna og segir aldrei fleiri félagsmenn hafa komið að kröfugerð félagsins.Segir „hagsmunatengda fjölmiðla“ ekki sýna skilning Í samtali við fréttastofu segist Ragnar ekki vera viss um hvort hægt sé að ætlast til þess að „hagsmunatengdir fjölmiðlar“ sýni verkalýðshreyfingunni skilning. Hann hafi fylgst með skrifum fjölmiðla í gegnum tíðina en ástandið hafi sjaldan verið jafn slæmt og nú. „Ég hef fylgst mjög vel með skrifum fjölmiðla og „lobbýistum“ hagsmunaafla í gegnum tíðina og ég held að þetta sé með því verra sem ég hef upplifað og séð í aðdraganda kjarasamninga,“ segir Ragnar og bætir við að leiðarahöfundar ákveðinna fréttamiðla taki sig mjög niður með slíkum skrifum. „Þeir ættu miklu frekar að ræða stöðuna almennt og af meiri ábyrgð og þar sýnist mér Fréttablaðið standa sig einna verst.“ Þá segir Ragnar framsetningu fjölmiðla vera dapurlega þar sem ætlun þeirra sé ekki að boða til verkfalls og átaka heldur vilji einungis komast að viðunandi samkomulagi. Skrif margra fjölmiðla séu einungis til þess fallin að ala á sundrungu. „Við erum ekkert að boða til verkfalls eða átaka, langur vegur frá því.“
Kjaramál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira