Erlent

Þrír látnir eftir sjálfsmorðsárás í Líbíu

Sylvía Hall skrifar
Árásin átti sér stað í borginni Trípólí í morgun.
Árásin átti sér stað í borginni Trípólí í morgun. Getty/Paul Simmons
Í það minnsta þrír eru látnir eftir sjálfsmorðsárás í utanríkisráðuneyti Líbíu í Trípólí fyrr í dag. Þrír árásármenn hófu skothríð fyrir utan ráðuneytið áður en tveir þeirra komust inn í húsið klæddir sprengjuvestum þar sem þeir sprengdu sig í loft upp.

Allir árásarmennirnir létust í árásinni en sá þriðji var skotinn til bana af öryggisvörðum. Mikinn reyk lagði frá byggingunni á meðan viðbragðsaðilar reyndu að athafna sig og flytja fólk á sjúkrahús. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Líbíu særðust tíu manns í árásinni.

Samkvæmt heimildarmanni Reuters leikur grunur á um að árásarmennirnir séu hliðhollir hryðjuverkasamtökunum ISIS en það hefur ekki fengist staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×