Enski boltinn

Sjáðu móttökurnar sem Solskjær fékk á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ole var ánægður í leikslok.
Ole var ánægður í leikslok. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær stýrði sínum fyrsta leik með Manchester United á Old Trafford er liðið vann 3-1 sigur á Huddesfield í dag.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu en United voru mun sterkari aðilinn. Nemanja Matic skoraði fyrsta markið áður en Paul Pogba bætti við tveimur mörkum.

Eins og flestir vita tók Ole Gunnar við United af Jose Mourinho í síðustu viku en hann byrjaði á góðum 5-1 útisigri gegn Cardiff.

Hann er því með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum sem stjóri Manchester United en stuðningsmenn United tóku vel á móti Norðmanninum á fyrsta heimaleiknum í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×