Enski boltinn

Felipe Anderson kláraði Southampton og fimmti sigur West Ham í síðustu sex leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anderson fagnar síðari marki sínu í kvöld.
Anderson fagnar síðari marki sínu í kvöld. vísir/getty
West Ham vann 2-1 endurkomusigur á Southampton í síðasta leik nítjándu umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Þetta var fimmti sigur West Ham í síðustu sex leikjum en liðið hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp töfluna.

Staðan var markalaus í hálfleik en fyrri hálfleikurinn var afar leiðinlegur. Lítið um marktækifæri og lítil skemmtun en það breyttist í síðari hálfleik.

Nathan Redmond kom Southampton yfir á 50. mínútu með skrautlegu marki en það er ljóst að markið verður ekki kosið það fallegasta í úrvalsdeildinni þetta tímabilið.

Níu mínútum síðar var hins vegar staðan orðinn 2-1, West Ham í vil. Felipe Anderson jafnaði metin með þrumufleyg á 53. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Anderson aftur og tryggði West ham sigurinn.

West Ham er komið með 27 stig í níunda sæti deildarinnar en eftir tvo sigra var Southampton skellt niður á jörðina í kvöld. Þeir eru í sextánda sætinu með fimmtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×