Mamma og pabbi voru í stúkunni þegar Martin snéri aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2018 15:45 Martin Hermannsson. Getty/Manuel Blondeau/Icon Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi. Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Íslenski körfuboltamaðurinn Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn í gær þegar lið hans Alba Berlin vann 108-96 sigur á Giessen 46ers í síðasta heimaleik liðsins á árinu 2018. Martin hefur verið að glíma við meiðsli og hafði ekkert spilað með Alba Berlin síðan í lok október. Foreldrar Martins, þau Hermann Hauksson og Margrét Elíasdóttir, voru hjá syninum um jólin og fengu heldur betur flotta jólagjöf frá stráknum í þessum leik. Þau voru líka heldur betur sátt með sinn mann. „Gjörsamlega geggjuð upplifun, þvílík stemning og okkar maður magnaður. Algjörlega ólýsanlegt, þetta er svo stórt og mikið,“ sagði Margrét á fésbókinni og Hermann var ekki síður ánægður: „Frábær leikur hjá okkar manni og við í stúkunni. Geggjuð stemmning og umgjörð,“ skrifaði Hermann. Það var ekki leiðinlegt fyrir alla fjölskylduna að sjá enn frekar sönnun á því hversu frábærlega Martin hefur náð að stimpla sig inn í þetta sterka Alba Berlin lið. Meiðslin voru smá áfall og þau héldu honum lengi frá. Hann vann hinsvegar vel í sínum málum og var heldur betur tilbúinn þegar græna ljósið kom.Sieg im letzten Heimspiel 2018! Wir gewinnen gegen die @GIESSEN46ers mit 108:96 und bleiben dem @fcb_basketball auf den Fersen. Tolles Comeback von @hermannsson15 mit 19 Punkten, 3 Rebounds und 3 Assists. pic.twitter.com/36wvpWYywx — ALBA BERLIN (@albaberlin) 27. Dezember 2018Martin átti algjöran stórleik í sínum fyrsta leik í tvo mánuði. Martin spilaði reyndar „bara“ í 20 mínútur en nýtti þær frábærlega. Hann var með 19 stig, 3 fráköst og 3 stioðsendingar en alls var hann með með 23 framlagsstig. Martin hitti úr 75 prósent skota sinna (6 af 8) og setti niður öll sex vítin sín. Hann var eftir leikinn valinn maður leiksins. Þetta er líka það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í þýsku bundesligunni. Eftir leikinn sagði Martin að hann myndi örugglega finna fyrir einhverjum harðsperrum á morgun en það væri allt í lagi.
Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum