Innlent

Réðst að fólki á veitingahúsi í miðborginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn í miðborginni.
Maðurinn var handtekinn í miðborginni. Vísir/vilhelm
Lögregla handtók mann á veitingahúsi í miðborginni á ellefta tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var ofurölvi og sagður hafa verið að ráðast að fólki á veitingahúsinu. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá barst lögreglu tilkynning um annan ofurölvi mann á öðrum tímanum í nótt. Maðurinn var til vandræða á veitingahúsi í Breiðholti og var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Á þriðja tímanum í nótt voru afskipti höfð af konu þar sem hún lá á gangstétt við bar í hverfi 108. Konan var ofurölvi og gerðu lögreglumenn tilraun til að aka henni heim, án árangurs. Konan var að síðustu vistuð í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Þá var nokkur fjöldi ökumanna stöðvaður í gærkvöldi og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×