Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:49 Heimir Hallgrímsson var sjö ár með íslenska karlalandsliðinu en nú tekur við öðruvísi áskorun vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira