Hreinar hendur bjarga mannslífum Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 10. desember 2018 10:47 Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun