Hreinar hendur bjarga mannslífum Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 10. desember 2018 10:47 Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar