Enski boltinn

Spilar ekki fyrir Liverpool næstu sex vikurnar en fékk nýjan og langan samning í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Gomez.
Joe Gomez. Vísir/Getty
Liverpool hefur gert nýjan langtímasamning við enska landsliðsmanninn Joe Gomez.

Samningur Joe Gomez er til ársins 2024 eða í fimm og hálft ár en þessi 21 árs miðvörður kom til Liverpool frá Charlton Athletic árið 2015.

Joe Gomez meiddist á fæti í leik á móti Burnley í síðustu viku og spilar því ekki með toppliði ensku úrvalsdeildarinnar næstu sex vikurnar.





Joe Gomez brákaði bein í fæti eftir tæklingu frá leikmanni Burnley. Jürgen Klopp var mjög ósáttur með þá tæklingu.

Joe Gomez hefur spilað 18 leiki með Liverpool á þessari leiktíð. „Ég elska félagið og elska að spila og læra hérna. Ég er ánægður að ég fæ tækifæri til að halda hér áfram,“ sagði Joe Gomez við heimasíðu Liverpool.

Joe Gomez hefur spilað sex landsleiki fyrir Englendinga en missti af HM síðasta sumar vegna meiðsla.

„Þetta er mitt fjórða tímabil með Liverpool og þau hafa öll verið ólík. Það hefur við mikið af hæðum og lægðum. Auðvitað hefði ég vilja sleppa við eitthvað af þessum mótlæti en þetta er allt hluti af ferðalaginu. Ég hef lært svo mikið af þessu öllu,“ sagði Joe Gomez.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×