Enski boltinn

806 prósent meira virði í dag en fyrir aðeins þremur mánuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho.
Jadon Sancho. Vísir/Getty
Enski táningurinn Jadon Sancho þykir vera einn mest spennandi knattspyrnumaður Englendinga í langan tíma.

Jadon Sancho er fæddur í mars árið 2000 og er því enn bara átján ára gamall. Nú er búist við því að mörg stórlið séu á eftir honum. Hann mun hinsvegar örugglega kosta sitt.

CIES Football Observatory, hefur að venju verðmetið knattspyrnumenn heimsins og er Jadon Sancho þar engin undantekning.

Það sem er aftur á móti athyglisvert með Jadon Sancho er að virði hans, samkvæmt CIES, hefur hækkað um 806 prósent aðeins þremur mánðum.





Borussia Dortmund keypti Jadon Sancho frá Manchester City fyrir um tíu milljónir punda árið 2017 en í september síðasliðnum var hann metinn á 8,77 milljónir punda.

Jadon Sancho hefur staðið sig vel með Dortmund á þessu tímabili og er með sex mörk og níu stoðsendingar í 19 leikjum í deild og Meistaradeild á leiktíðinni.  Hann spilaði sinn fyrsta landsleik í október.

Dortmund ætti að geta grætt vel á stráknum ákveði Þjóðverjarnir að selja hann því hann er nú metinn á 79,44 milljónir punda.

Virði Andrew Robertson hjá Liverpool hefur einnig hækkað mikið eða úr 28,92 milljónum punda +i 72,12 milljónir punda.

Richarlison, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, kostaði félagið 50 milljónir ounda í júlí en er nú metinn á 68,96 milljónir.  Richarlison mætir einmitt sínum gömlu félögum í Watford í kvöld.

Luke Shaw hjá Manchester United, er 237 próent meira virði núna en fyrir þremur mánuðum en Isaac Success hjá Watford hefur hækkað um 195 prósent og Callum Wilson hjá Bournemouth hefur hækkað um 158 prósent í verðamati CIES Football Observatory.

CIES Football Observatory tekur allt inn í verðmat sitt, eins og aldur, samningsstöðu, leikstöðu og deild sem menn spila í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×