Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 skoðum við breytingartillögur við Samgönguáætlun sem gerir ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnbrautum út frá Reykjavík og í öllum jarðgöngum landsins. Breytingartillagan gæti verið samþykkt á Alþingi í lok vikunnar.

Koma þarf á fót miðlægum skuldagrunni í íslenska bankakerfinu sem allir bankar hafa aðgang að og setja þarf varnarlínu vegna umfangs fjárfestingabankastarfsemi til að sporna við því að hún verði of umfangsmikil. Þetta er á meðal tillagna starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra sem vann Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið.

Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja.

Þetta er meðal þess sem verður fjallað um í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×