Innlent

Umferðin óvenju þung á höfuðborgarsvæðinu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag.
Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag. Vísir/Vilhelm
Mikill umferðarþungi var nú síðdegis á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi á Kringlumýrarbraut, Hringbraut, Miklubraut og Suðurgötu en harður þriggja bíla árekstur varð á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag.

Miklar tafir urðu vegna þessa en búið er að opna akrein á Kringlumýrarbraut, sem lokað var vegna árekstursins, á ný.

Umferðin er eins og vatnið, hún leitar sér alltaf að nýjum farvegi. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson aðalvarðstjóri umferðardeildar á höfuðborgarsvæðinu afar skáldmæltur um síðdegisumferðina.

Hann segir í samtali við fréttastofu að umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefði verið óvenju þung nú síðdegis. Hann dró þá ályktun að flestir hefðu ákveðið að drífa sig á sama tíma heim úr vinnunni til að forðast óveðrið sem veðurstofa gerði ráð fyrir að myndi skella á eftir klukkan fimm í dag.

Hvassviðrið og rigningin í bland við skammdegið hefði sett strik í reikninginn en þegar umferðin er þung sé það gjarnan þannig að ökumenn reyni að finna aðrar leiðir til að komast leiðar sinnar en Guðbrandur segir að þegar umferðin sé þung sé best að sýna þolinmæði og gefa sér góðan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×