Handbolti

Seinni bylgjan: Ein af frammistöðum tímabilsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Magnús Óli kann að spila gegn Fram
Magnús Óli kann að spila gegn Fram S2 Sport
Valur vann Fram nokkuð örugglega í Origohöllinni að Hlíðarenda á sunnudag. Magnús Óli Magnússon var stórkostlegur í leiknum fyrir Val og átti eina af frammistöðum tímabilsins.

„Ég hef bara sjaldan séð svona. Það er ekkert smá erfitt að skjóta 12 sinnum og hitta 12 sinnum í markið,“ sagði Tómas Þór Þórðarson þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport þegar farið var yfir frammistöðu Magnúsar í þætti gærkvöldsins.

Magnús Óli fékk þó „aðeins“ 9,8 í einkunn fyrir frammistöðu sína samkvæmt einkunnakerfi HB Statz.

„Hann er að taka yfir leiki stundum hjá þeim,“ sagði Sebastian Alexandersson.

Magnús Óli er með 100 prósenta skotnýtingu gegn Fram í deildarkeppninni þetta tímabilið, en liðin hafa nú mæst heima og heiman.

Róbert Aron Hostert átti einni mjög góðan leik fyrir Val og skoraði 9 mörk úr 10 skotum.

„Robbi er búinn að vera að bæta sig í síðustu leikjum, það er kraftur í honum og hann er á mjög góðum stað virðist vera,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson.

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Magnús Óli með eina af frammistöðum tímabilsins



Fleiri fréttir

Sjá meira


×