Enski boltinn

Fjórtán ára markvörður lenti í samstuði í fótboltaleik og lést

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luca Campanaro.
Luca Campanaro. Mynd/justgiving.com
Luca Campanaro, markvörður Bedgrove Dynamos liðsins, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa slasast illa í fótboltaleik um helgina.

Luca Campanaro er aðeins fjórtán ára gamall og var að spila útileik með liði sínu á móti Hillingdon í vesturhluta London.





Luca var fluttur á sjúkrahús með þyrlu á sunnudaginn en lést af sárum sínum í gær.

„Það væri eins og einhver hefði rifið út hjarta mitt,“ sagði faðir hans, Americo Campanaro, í viðtali við BBC.

Americo sagði að sonur sinn hafi verið mjög vinsæll og að hann hafi alltaf verið tilbúinn að gera allt fyrir alla.





„Hann var stór strákur og var þess vegna settur í markið. Hann var með risastórt hjarta. Hann var vingjarnlegur risi,“ sagði Americo Campanaro meðal annars í viðtalinu.

Americo Campanaro kennir engum um slysið í leiknum og lýsir því sem furðulegu slysi. Hann segir strákinn sinn hafa dáið við að gera það sem hann elskaði að gera sem var að spila fótbolta.

Bedgrove Dynamos, félagið hans Luca Campanaro, hefur líka hafið söfnun fyrir strákinn eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×