Innlent

Skógrækt losnar við stígagjald

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Frá byggingu snjóflóðavarnar á Ísafirði.
Frá byggingu snjóflóðavarnar á Ísafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Skógræktarfélag Ísafjarðar sleppur við að borga áður álagt framkvæmdagjald vegna stígagerðar.

„Stjórn félagsins var bæði og hugsandi yfir framkvæmdareikningi að upphæð 75.823 krónur þar sem félagið er í áhugamennsku að leggja stíg fyrir bæjarbúa,“ segir í bréfi skógræktarfélagsins þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að endurskoða framkvæmdagjaldið. „Stígurinn er um 500 metra langur og tengir gönguleið frá snjóflóðavörnum ofan Seljalandsvegar við göngustíga í Seljalandi.“

Bæjarráð ákvað að fella gjaldið niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×