Viðskipti innlent

Sjóðir Eaton Vance bæta við sig í Arion

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Arion banki var skráður á markað í júní.
Arion banki var skráður á markað í júní. Fréttablaðið/Eyþór
Sjóðir á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance hafa bætt við hlut sinn í Arion banka og fara með samanlagt 3,4 prósenta eignarhlut í bankanum samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa.

Hlutur fjárfestingarsjóðanna í Arion banka er metinn á um 4,8 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum. Sjóðirnir áttu um 1,2 prósenta hlut í bankanum í kjölfar skráningar hans á hlutabréfamarkað í júní en hluturinn var um 2,6 prósent í byrjun nóvembermánaðar.

Þá hefur Gildi – lífeyrissjóður jafnframt haldið áfram að bæta við sig í Arion banka og á nú tæplega 2,5 prósenta hlut í bankanum að virði um 3,5 milljarða króna. Til samanburðar átti sjóðurinn, sem er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, um 1,8 prósenta hlut í bankanum um miðjan októbermánuð.

Gildi – lífeyrissjóður keypti sem kunnugt er tæpan 0,7 prósenta hlut í útboði bankans sem var haldið í byrjun síðasta sumars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×