Innlent

Vestfirskur fjölskyldufaðir fékk risavinninginn

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Um er að ræða stærsta EuroJackpot-vinning sem Íslendingur hefur unnið.
Um er að ræða stærsta EuroJackpot-vinning sem Íslendingur hefur unnið. Getty/Ulrich Baumgarten
Fjölskyldufaðir af Vestfjörðum hreppti stærsta vinning sem Íslendingur hefur unnið í EuroJackpot frá upphafi. Greint var frá því síðasta föstudag að vinningurinn, sem telur 131 milljón króna, hefði ratað til Íslands.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að „kátur fjölskyldufaðir“ hafi vitjað getspánnar með vinningsmiðann. Hann var að versla jólagjafir í Kringlunni þegar hann ákvað að fjárfesta í miða í Happahúsinu, sem skilaði honum að endingu öðrum vinning í happdrættinu og 131 milljón íslenskra króna. Fjölskylda mannsins stækkaði nýlega um einn og mun peningurinn því koma sér vel.

„Maðurinn var kominn aftur vestur þegar hann áttaði sig á því að hann væri orðinn milljónamæringur og þá var ekkert annað að gera en að drífa sig aftur í höfuðborgina. Enda miðinn allt of verðmætur til að dinglast í töskunni. Vinningurinn kemur sér einstaklega vel hjá þeim hjónum sem nýlega eignuðust sitt annað barn,“ segir í tilkynningu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×