Ellert segir aldraða ekki hafa tíma til að bíða Heimir Már Pétursson skrifar 13. desember 2018 20:15 Ellert sló á létta strengi með Viðreisnarmanninum Þorsteini Víglundssyni yfir veiðigjaldaumræðunni. FBL/SAJ Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram. Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Elsti þingmaðurinn á Alþingi segir brýnt að koma til móts við þann hóp eldri borgara sem hafi á ekkert að treysta nema bætur almannatrygginga. Eðli málsins samkvæmt geti þessi hópur ekki beðið lengi. Fjármálaráðherra segir það hafa verið og það verði í forgangi að bæta stöðu þessa hóps. Elsti maðurinn á Alþingi, Ellert B. Schram varaþingmaður Samfylkingarinnar, minnti á bág kjör þeirra eldri borgara sem einungis njóta lífeyris frá Tryggingastofnun sem væri 239.500 kr á mánuði fyrir skatta í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Í fjárlagafrumvarpi væri gert ráð fyrir 3,6 prósenta hækkun þessa grunnlífeyris á næsta ári sem væri hungurlús. Ellert sagðist hvorki kominn á þing á fótboltaskóm til að sparka í einhvern né á inniskóm til að slappa af. „Erindi mitt hér í þingsal er að gera mitt besta til að minna þingmenn á aldrað fólk sem býr við fátækt, veikindi, einangrun og tómleika,” sagði Ellert tog beindi orðum sínum til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.“Ég bið um svar og yfirlýsingu um að tekið verði tillit til eldri kynslóðarinnar. Enn sé ráðrúm að hálfu stjórnvalda að taka mark á gömlum karli sem hér hefur dottið inn og á hingað erindi í þágu elstu kynslóðarinnar,” sagði Ellert. Fjármálaráðherra sagði að á Íslandi væri gott kerfi lífeyrisréttinda. Mikil atvinnuþátttaka og lítið atvinnuleysi og fullfjármögnuð lífeyrisréttindi. „Vandi okkar snýr að þeim sem eru komnir á lífeyrisaldur en náðu ekki, eins og háttvirtur þingmaður er hér að fara yfir, að nýta starfsævina til að tryggja sér góð eftirlaun,” sagði Bjarni. Engu að síður hefði kaupmáttur bóta þessa hóps aukist þótt gera mætti betur. Fjármálaráðherra tók hins vegar undir með Ellerti að það væri í forgangi að bæta kjör þeirra sem einungis treystu á bætur almannatrygginga. Tekist væri á um fjárveitingar og margir vildu afnema allar skerðingar hjá þeim sem gætu verið í fullu starfi. „Við höfum hækkað frítekjumörkin vegna atvinnutekna. En ef menn afnema þau með öllu væri það mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð á sama tíma og það myndi í engu gagnast þessum hópi,” sagði Bjarni. Ellert sagðist vona að fjármálaráðherra finndi leið til að bæta hag þessa verst seta hóp bráðlega. “Þetta fólk er komið á þann aldur að það getur ekki beðið lengi. Þetta er spurningin um hvort við viljum hjálpa þeim að njóta lífsgæða áður en yfir lýkur,” sagði Ellert B. Schram.
Alþingi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira