Handbolti

Birgir Már markahæstur á gamla heimavellinum í öruggum bikarsigri FH

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir í leiknum gegn Haukum á dögunum.
Birgir í leiknum gegn Haukum á dögunum. vísir/bára
Silfurlið FH í Olís-deild karla á síðustu leiktíð er örugglega komið áfram í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins eftir 31-20 sigur á Víkingum í kvöld.

FH var sex mörkum yfir í hálfeik, 19-13, og mununurinn var orðinn tíu mörk er tíu mínútur voru búnar af síðari hálfeik. Að endingu varð munurinn ellefu mörk.

Birgir Már Birgisson var atkvæðamestur FH-inga á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik og hvíldi nær allan síðari hálfleikinn. Allir útileikmenn FH, nema Ásbjörn Friðriksson, komust á blað í kvöld.

Í liði B-deildarlið Víkings var það Svanur Páll Vilhjálmsson sem var markahæstur með fjögur mörk en næstir komu Magnús Karl Magnússon og Hjalti Már Hjaltason með þrjú hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×