Innlent

Sífellt færri nota ljósabekki

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Krabbamein getur fylgt ljósabekkjanotkun.
Krabbamein getur fylgt ljósabekkjanotkun. Nordicohotos/Getty
Notkun Íslendinga á ljósabekkjum hefur minnkað jafnt og þétt á síðastliðnum árum að því er segir á vefsíðu Landlæknis.

„Um átta prósent fullorðinna fóru í einhverjum mæli í ljósabekk á síðustu 12 mánuðum en árið 2004 var hlutfallið um 30 prósent,“ segir á landlaeknir.is. „Árið 2004 höfðu um 38 prósent aðspurðra ungmenna á aldrinum 12-14 ára notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Árið 2018 höfðu um 13 prósent aðspurðra 18-24 ára ungmenna notað ljósabekki.“

Þá segir að notkun ljósabekkja til „sólbaða í fegrunarskyni“ hafi fjölgað tilfellum húðkrabbameins og að takmarka þurfi notkun þeirra. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×