Innlent

Enn ein lægðin tekur völdin síðdegis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lægðin gengur yfir með tilheyrandi roki.
Lægðin gengur yfir með tilheyrandi roki. Vísir/vilhelm
Enn ein lægðin nálgast nú landið og „tekur stjórnina á veðrinu“ þegar líður á daginn. Hún mun halda velli fram eftir morgundeginum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Síðdegis gengur í allhvassa eða hvassa suðaustanátt með rigningu en hægari vindur og þurrt norðanlands. Á morgun grynnist lægðin og suðaustanáttin gefur eftir en áfram má búast við vætu. Líkt og í dag verður vindur hægastur á Norðurlandi á morgun og þar helst áfram þurrt. Hiti verður víða 2 til 7 stig en kaldara á stöku stað fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á sunnudag:

Norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum, annars austlæg átt, 8-13 og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt á Vesturlandi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag:

Austlæg átt, 5-10 m/s framan af degi, en hvessir síðan, 13-20 um kvöldið, hvassast syðst. Rigning eða slydda víða um land, talsverð væta SA-lands, en úrkomulítið NV-til. Hiti víða 0 til 5 stig. 

Á þriðjudag:

Norðaustanstrekkingur á Vestfjörðum, en annars mun hægari austanátt og rigning eða slydda með köflum. Hiti 0 til 5 stig. 

Á miðvikudag:

Norðlæg átt með éljum, en úrkomulaust að kalla á sunnanverðu landinu. Hiti kringum frostmark. 

Á fimmtudag:

Hægur vindur, bjart og vægt frost framan af degi, en síðan vaxandi suðaustanátt og hlýnar og fer að rigna SV-til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×