Sport

Sara og Björgvin Karl bæði í öðru sæti í fimmtu greininni í Dúbaí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Twitter/@CrossFitGames
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson stóðu sig bæði mjög vel í þrautarbrautinni sem var fimmta greinin á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí.  

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hélt áfram að nálgast efstu konur en Sara er núna aðeins tveimur stigum frá þriðja sætinu eftir að hafa náð öðru sæti í fimmtu greininni.

Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í þriðja sætinu í karlaflokki eftir að hafa náð öðru sætunu í grein fimm. Björgvin er aðeins sjö stigum á eftir Willy Georges sem er annar en Mathew Fraser eykur nú forskot sitt í hverri grein.

Björgvin Karl kláraði þrautabrautina á 6 mínútum og 29 sekúndum en Mathew Fraser vann greinina á 6 mínútum og 16 sekúndum.

Sara fékk 95 stig fyrir þrautarbrautina sem hún kláraði á 7 mínútum og 21 sekúndu. Hún er núna með 388 stig en næst á undan henni er Karin Frey með 390 stig.

Samantha Briggs missti efsta sætið til Jamie Greene en Greena vann fimmtu greinina á 6 mínútum og 27 sekúndum. Jamie Greene er með 418 stig en Briggs, sem hefur verið í forystu allt mótið er nú með 414 stig

Þriðji íslenski keppandinn, Oddrún Eik Gylfadóttir, stóð sig einnig mjög vel og tók fjórða sætið á 7 mínútum og 57 sekúndum. Hún komst fyrir vikið upp í níunda sætið.


Tengdar fréttir

Björgvin Karl upp í annað sætið eftir eyðimerkurhlaupið

Björgvin Karl Guðmundsson hækkaði sig um eitt sæti á öðrum keppnisdeginum á Crossfit mótinu í Dúbaí en mótið heitir Dubai CrossFit Championship. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er áfram í sjötta sæti og Oddrún Eik Gylfadóttir er níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×