Handbolti

Ágúst Eli og félagar með sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ágúst Elí yfirgaf FH eftir síðasta tímabil.
Ágúst Elí yfirgaf FH eftir síðasta tímabil. Vísir/Stefán
Sävehof vann góðan sigur á HIF Karlskrona í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Lokatölur 26-24 en leikið var á heimavelli Karlskrona.

Ágúst Elí Björgvinsson leikur með Sävehof en hann kom til liðsins frá FH fyrir tímabilið. Ágúst Elí lék meirihluta leiksins í marki Sävehof í dag og varði 5 skot samkvæmt tölfræði á heimasíðu sænska handknattleiksambandsins.

Sävehof er í þéttu pakka um miðja deild og sigurinn því mikilvægur. Sävehof er eitt sigursælasta lið sænska handboltans en Kristianstad hefur verið með sterkasta liðið undanfarin ár og eru efstir í deildinni þegar sautján umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×