Viðskipti innlent

Verðlag á Íslandi það hæsta í Evrópu

Andri Eysteinsson skrifar
Verðlag á Íslandi er með hæsta lagi.
Verðlag á Íslandi er með hæsta lagi. Fréttablaðið/Stefán
Rannsókn Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, á verðlagi í 38 Evrópuríkjum hefur leitt í ljós að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. 

Hagstofa Íslands birti í dag graf úr niðurstöðum rannsóknarinnar sem eru byggðar á verðmælingum á yfir 2000 neysluvörum og þjónustuliðum.

Birtar eru niðurstöður í tólf flokkum og er Ísland á toppi sjö þeirra, þeir eru: fatnaður, skór, húsgögn, heimilistæki, raftæki, samgöngur og veitingar.

Enn fremur mælist Ísland nærri toppi fjögurra af þeim eftir standa. Einungis í flokki orku og eldsneytis er Ísland ekki meðal þeirra þriggja Evrópuríkja þar sem verðlag er hæst.

Næst á eftir Íslandi koma EFTA ríkin Sviss og Noregur, þar á eftir Danmörk sem mælist hæst ESB þjóða. Á hinum enda skalans er að finna Austur-Evrópulönd á borð við Makedóníu og Búlgaríu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×