Viðskipti erlent

Veittu aðgang að óbirtum myndum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Enn eitt öryggismálið. ?Nordicphotos/Getty
Enn eitt öryggismálið. ?Nordicphotos/Getty Nordicphotos/Getty
Samfélagsmiðillinn Facebook greindi í gær frá hugbúnaðarvillu sem olli því að útgefendur snjallforrita sem geta tengst Facebook gátu skoðað allar þær myndir sem allt að 6,8 milljónir Facebook-notenda höfðu hlaðið upp á miðilinn en aldrei klárað að birta.

Mögulega vegna þess að viðkomandi snerist hugur og vildi ekki birta myndina.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Face­book gátu útgefendur allt að 1.500 forrita séð þessar óbirtu myndir í september síðastliðnum en villan hefur nú verið löguð.

„Okkur þykir leitt að þetta hafi skeð. Í næstu viku munum við gefa útgefendum verkfæri svo þeir geti séð hvort villan snerti þá beint. Við munum vinna að því með útgefendum að eyða myndunum og láta alla þá sem villan gæti hafa haft áhrif á vita af málinu,“ sagði í yfirlýsingunni.

Þetta er langt frá því að vera fyrsta hneykslismál Facebook á árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×