Enski boltinn

Upphitun: Risarnir mætast á Anfield

Smári Jökull Jónsson skrifar
Liverpool og Manchester United mætast í stórleik umferðarinnar á Anfield á sunnudag. Gylfi Sigurðsson fer á Etihad-völlinn og mætir Pep Guardiola í hádeginu í dag.

Flestra augu munu vera á Anfield á sunnudaginn þegar taplausir heimamenn taka á móti liði Manchester United sem hefur átt í basli í vetur. Það er þó ávallt hart barist þegar þessi lið mætast og leikurinn á sunnudag verður örugglega engin undantekning.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton mæta Manchester City í hádeginu í dag. City tekur efsta sætið af Liverpool með sigri, að minnsta kosti um stundarsakir.

Tottenham mætir Burnley og má búast við Jóhanni Berg Guðmundssyni í eldlínunni á Wembley. Gestirnir vonast eflaust til þess að heimaliðið sé ekki enn komið niður á jörðina eftir sigurinn á Nou Camp um helgina.

Þá mætir Aron Einar Gunnarsson Watford á útivelli en Cardiff liðið hefur loksins byrjað að ná í stig eftir að Aron sneri til baka úr meiðslum.

Leikir helgarinnar:

Laugardagur

12:30 Manchester City - Everton, beint á Stöð 2 Sport.

15:00 Crystal Palace - Leicester City

15:00 Huddersfield Town - Newcastle United

15:00 Tottenham - Burnley

15:00 Watford - Cardiff City

15:00 Wolves - Bournemouth

17:30 Fulham - West Ham, beint á Stöð 2 Sport

Sunnudagur

13:30 Brighton - Chelsea

13:30 Southampton - Arsenal, beint á Stöð 2 Sport

16:00 Liverpool - Manchester United, beint á Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×