Sport

Björgvin kominn í annað sætið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Vísir/Daníel
Björgvin Karl Guðmundsson er kominn upp í annað sæti á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí þegar þrjár keppnisgreinar eru eftir á mótinu.

Björgvin Karl var aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn í dag og náði hann að lyfta sér þangað upp með því að taka fjórða sætið í sjöundu grein mótsins.

Björgvin kláraði æfingu sjö á 7:26 mínútum, um hálfri mínútu á eftir Mathew Fraser sem vann greinina og styrkti þar með stöðu sína á toppnum.

Þegar þrjár æfingar eru eftir munar 57 stigum á Björgvini og Fraser, en Björgvin vann þetta mót í fyrra. Sæti á heimsleikunum í CrossFit er í boði fyrir sigurvegarann.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð í níunda sæti í grein sjö í morgun, kláraði æfinguna á 9:08 mínútum. Það var ótrúlega mjótt á mununum á toppnum í greininni en Jamie Greene sem vann hana var aðeins fjórum sekúndum á eftir Söru.

Oddrún Eik Gylfadóttir varð sekúndu á eftir Söru og lenti í 13. sæti í greininni ásamt sjö öðrum.

Sara er í þriðja sætinu heilt yfir í mótinu, 33 stigum á eftir Greene á toppnum. Oddrún Eik er í 11. sætinu, 145 stigum frá toppnum.

Björgvin Karl Guðmundsson

1. grein: 4. sæti (85 stig)

2. grein: 4. sæti (85 stig)

3. grein: 7. sæti (73 stig) - er í 2. sæti með 243 stig

4. grein: 6. sæti (75 stig) - er í 3. sæti með 318 stig

5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 3. sæti með 418 stig

6. grein: 5. sæti (80 stig) - er í 3. sæti með 493 stig

7. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 2. sæti með 578 stig

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir

1. grein: 1. sæti (100 stig)

2. grein: 16. sæti (55 stig)

3. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 6. sæti með 224 stig

4. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 4. sæti með 293 stig

5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 4. sæti með 388 stig

6. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 3. sæti með 473 stig

7. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 3. sæti með 542 stig

Oddrún Eik Gylfadóttir

1. grein: 15. sæti (57 stig)

2. grein: 8. sæti (71 stig)

3. grein: 8. sæti (71 stig) - er í 9. sæti með 199 stig

4. grein: 26. sæti (40 stig) - er í 13. sæti með 239 stig

5. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 9. sæti með 324 stig

6. grein: 21. sæti (45 stig) - er í 12. sæti með 369 stig

7. grein: 13. sæti (61 stig) - er í 11. sæti með 430 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×