Fótbolti

Faðir fyrirliðans lést að loknum leik sonar síns

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Gentner í leiknum í dag
Gentner í leiknum í dag vísir/getty
Faðir Christian Gentner, fyrirliða Stuttgart lést að loknum leik Stuttgart og Hertha Berlin.



Faðir Gentner, Herbert Gentner var mættur að horfa á son sinn leika gegn Hertha Berlin.



Gentner lék allan leikinn í miklivægum sigri Stuttgart í fallbaráttunni, en gleði Gentners varði ekki lengi, því faðir hans lést á Mercedez Benz vellinum, heimavelli Stuttgart að leik loknum.



„VfB Stuttgart syrgir fráfall föður fyrirliðans, Christian Gentner, Herbert Gentner sem lést á leikvangnum að loknum leik Stuttgart gegn Hertha Berlin segir,“ í yfirlýsingu sem Stuttgart sendi frá sér að leik loknum.



Christian Gentner hefur leikið allan sinn feril hjá Stuttgart að undanskildum þremur árum hjá Wolfsburg. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 2007 og svo aftur með Wolfsburg árið 2009.

 





 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×