Fótbolti

Tvær þrennur í 8-0 slátrun Ajax

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Blind og Ziyech fengu báðir keppnisboltann að launum fyrir þrennurnar sínar
Blind og Ziyech fengu báðir keppnisboltann að launum fyrir þrennurnar sínar vísir/getty
Hollenska stórliðið Ajax tók botnlið De Graafschap í kennslustund í úrvalsdeildinni í dag, en Ajax vann leikinn hvorki meira né minna en 8-0.



Daley Blind, fyrrum leikmaður Manchester United og Hakim Ziyech skoruðu báðir þrennu í leiknum.



Dusan Tadic kom Ajax yfir á 18. mínútu leiksins, og skömmu síðar tvöfaldaði Noussair Mazraoui forystu heimamanna.



Þá var komið að þætti Blind og Ziyech.



Ziyech skoraði fyrsta mark sitt á 32. mínútu og staðan 3-0 fyrir Ajax er flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik opnuðust allar flóðgáttir í vörn De Graafschap.



Ziyech bætti við öðru marki sínu á 62. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Blind sitt fyrsta mark í leiknum. Zyech fullkomnaði svo þrennu sína á 69. mínútu. Á sjö mínútna kafla var staðan skyndilega orðin 6-0 fyrir Ajax.



Blind bætti svo við tveimur mörkum áður en dómari leiksins flautaði til leiksloka, og fullkomnaði þar með þrennu sína og stórsigur Ajax, 8-0.

 

Ajax er að berjast við erkifjendur sína, PSV Eindhoven á toppi deildarinnar en PSV hefur tveggja stiga forskot á Ajax þegar sextán umferðir hafa verið leiknar í deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×