Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Leiðbeiningar um hvernig virkja skuli Parísarsamkomulagið frá árinu 2015, voru samþykkar við mikinn fögnuð í Póllandi í gær. Umhverfisráðherra segir samþykktina mikilvægt skref í baráttunni við loftslagsbreytingar, en hefði þó viljað að dýpra hefði verið tekið í árinni. Við ræðum við heilbrigðisráðherra um samkomulagið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formaður VR segist ekki vera að boða óeirðir í nafni félagsins þó svo að hann hafi hvatt til kaupa á gulum vestum, eins og þeim sem notuð hafa verið í Frakklandi. Hann vísar öllu tali um að skarkali í verkalýðshreyfingunni hafi grafið undan krónunni á bug.

Við ræðum við dósent í hagfræði sem segir að oft hafi verið reynt að vekja áhuga erlendra banka á fjárfestingu í íslensku bönkunum en sveiflur og óstöðugleiki sem tengjast krónunni hafa fælt þá frá. Starfshópur sem vann hvítbók um fjármálakerfið leggur til að stjórnvöld reyni að selja Íslandsbanka í heild eða að hluta til erlends banka. 

Við kíkjum einnig á sýningu á Þjóðminjasafninu með Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, köfum ofan í nágrannaerjur vegna jólahátíðarinnar og fylgjumst með fyrstu milliliðalausu afhendingu bænda á sínum afurðum til viðskiptavina á Selfossi. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×