Innlent

Varaþingmaður auglýsti eftir rjúpum á Facebook

Sighvatur Jónsson skrifar
Varaþingmaður Pírata auglýsti á Facebook eftir rjúpum í jólamatinn. Bannað er að selja rjúpur en leyfilegt er að gefa þær.

„Úff. Hvern þarf maður eiginlega að þekkja til að geta útvegað sér rjúpur fyrir jólin?“ Svona auglýsti Sara Oskarsson, varaþingmaður Pírata, á Facebook. Hún fékk viðbrögð, meðal annars frá samborgara sem hún segir að ætli að gefa sér sex rjúpur.

Varfærnislegt orðalag í auglýsingunni, þar sem ekki er talað um kaup, var samt óviljandi. Sara segir að hún hafi ekki vitað af banni við kaupum og sölu á rjúpu. „Ég ólst  upp við rjúpur á jólunum, þegar það eru ekki rjúpur þá finnst mér ekki almennilega komin jól,“ segir Sara í samtali við fréttastofu.

Auglýsingar tilkynntar til lögreglu

Formaður Skotveiðifélags Íslands, Áki Ármann Jónsson, segir að auglýsingar um kaup og sölu á rjúpum séu tilkynntar til lögreglu. Tilkynning Söru falli þó ekki undir það enda sé hún orðuð á almennari hátt. 

„Ég kannski hnippi í hana og segi henni að þetta sé ólöglegt,“ segir Áki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×