Innlent

Grun­sam­legar manna­ferðir við í­búðar­hús og sveita­bæi á Norður­landi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Tvær tilkynningar hafa borist um helgina þar sem brotist hefur verið inn í íbúðarhús og einhverju stolið. Brýnt er fyrir fólki að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir.
Tvær tilkynningar hafa borist um helgina þar sem brotist hefur verið inn í íbúðarhús og einhverju stolið. Brýnt er fyrir fólki að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafa nú um helgina verið að berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í umdæmi, í og við íbúðarhús sem og sveitabæi.

Á Facebook-síðu lögreglunnar segir að þetta minni talsvert á stöðuna sem kom upp fyrr á árinu þar sem óprúttnir aðilar fóru víða um í ýmis húskynni í þeim erindagjörðum að ná sér í verðmæti og voru flestir þeirra af erlendu bergi brotnir.  

Tvær tilkynningar hafa borist um helgina þar sem brotist hefur verið inn í íbúðarhús og einhverju stolið. Brýnt er fyrir fólki að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir. Ef um grunsamleg ökutæki er að ræða er einnig mælst til þess að fólk skrái niður hjá sér númer þeirra.

 




Tengdar fréttir

Skipulagðir þjófar herjuðu á Skaftárhrepp

Lögreglan segir aðila á hvítum smábíl hafa farið á milli bæja í Landbroti í Skaftárhreppi og bankað þar á dyr. Hafi einhver komið til dyra sögðust aðilarnir vera að leita að gistingu en annars hafi þeir farið inn og látið greipar sópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×