Enski boltinn

Björgunarafrek ársins í fótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Twitter/@WinFinchleyFC
Hver þekkir ekki afsökun númer eitt í fótboltanum þegar þjálfarar og leikmenn tala um að hafa ekki nýtt færin. Leikmenn Wingate & Finchley gátu skammlaust skellt henni fram eftir leik sinn í enska bikarnum um helgina.

Það er óhætt að segja að varnarmenn og markvörður Dulwich Hamlet hafi átt björgunarafrek ársins í fótboltanum í þessum leik á móti Wingate & Finchley.

Liðin mættust þarna í fyrsti umferð í FA Trophy keppninni sem er bikarkeppni liða í fimmtu til áttundu deild ensku knattspyrnunnar.

Hin ótrúlega skothríð Wingate & Finchley má sjá hér fyrir neðan en myndbandið er á Twitter-síðu Wingate & Finchley. Það er hægt að taka undir þeirra orð: Hvernig gátum við ekki skorað þarna?

Við erum að tala um að liðið bjargaði fimm sinnum á marklínu á tuttugu sekúndum og notuðu allar löglegar aðferðir til þess.





Leikmenn Dulwich Hamlet kom í veg fyrir mark þarna en varð á endanum að sætta sig við 2-0 tap á móti  Wingate & Finchley. 202 mættu á völlinn og einn þeirra var með myndavélina á lofti eins og sjá má hér fyrir ofan.

Wingate & Finchley hefur öðlast smá heimsfrægð eftir þennan leik eins og sjá má hér fyrir neðan. Rúmlega tvöhundruð horfðu á þetta á staðnum en síðan hafa ansi margir bæst í hópinn á samfélagsmiðlum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×