Enski boltinn

Guardian: Mourinho lifir af Liverpool-leikinn og verður ekki rekinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. Vísir/Getty
Starf José Mourinho hjá Manchester United er ekki í hættu þrátt fyrir slaka frammistöðu hans manna og sannfærandi tap United liðsins á móti Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni.

Guardian hefur heimildir fyrir því að Mourinho verði ekki rekinn í framhaldi þessa leiks og muni því stýra liði Manchester United áfram. Framundan er jólavertíðin þar sem verða margir leikir á stuttum tíma.  

Það hefur gengið á ýmsu hjá hinum 55 ára Portúgala á þessu tímabili og eftir 3-1 tap á móti Liverpool í gær er United nú 19 stigum á eftir erkifjendum sínum í Liverpool.





Manchester United hefur unnið 7 af 17 deildarleikjum sínum og markatalan er 29-29 eftir þessa sautján leiki.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en það eru samt heil ellefu stig upp í fjórða sætið þar sem Chelsea situr.

Þetta er versta byrjun Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðan 1990. United er líka dottið út úr enska deildarbikarnum en enski bikarinn byrjar ekki fyrr en í janúarbyrjun og liðið mætir síðan Paris Saint Germain í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.






Tengdar fréttir

Mourinho hugsaði aldrei um að setja Pogba inn á

Manchester United tapaði fyrir erkifjendunum í Liverpool á Anfield í gær. Frammistaða United í leiknum þótti ein sú versta sem sést hefur í leikjum þessara liða en Jose Mourinho segist aldrei hafa hugsað um að setja Paul Pogba inn á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×