Enski boltinn

Messan: Það á að reka Mourinho á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eru dagar Jose taldir?
Eru dagar Jose taldir? S2 Sport
Eftir tap Manchester United fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær fór strax af stað umræða um að United ætti að reka knattspyrnustjórann Jose Mourinho.

Sérfræðingar Messunnar á Stöð 2 Sport ræddu mál Portúgalans í þætti gærkvöldsins.

„Fyrir mér er þetta engin spurning. Á morgun, þá á bara að reka Mourinho,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson.



„Það er ekkert að fara að breytast til hins betra hjá Manchester United, það er alveg 100 prósent.“

Hjörvar Hafliðason vildi ekki taka alveg eins hart til orða.

„Manchester United er ekkert eðlilegt lið og er ekki lið sem leikur sér að því að skipta um knattspyrnustjóra,“ sagði Hjörvar.

„Hins vegar er það þannig að árið 2018 nær Mourinho ekki til leikmanna.“

„Strákarnir hjá Inter elskuðu hann, þeir hefðu allir hoppað fyrir rútu fyrir Mourinho. Chelsea-gaurarnir elska hann, þú heyrir hvernig Eiður Smári [Guðjohnsen] talar um hann í dag.“

„Þessir gaurar í dag hjá Manchester United eru ekki tilbúnir til þess að gera hvað sem er fyrir Mourinho og þeir eru bara ekki að kaupa þennan stíl af fótbolta.“

„Þeir hafa engan áhuga á að gera það sem Mourinho segir.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.



Klippa: Messan: United á að reka Mourinho strax



Fleiri fréttir

Sjá meira


×