Lagabreyting mun auka fjárfestingu erlendra sjóða Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2018 18:30 Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma og annar stofnenda fyrirtækisins. Upphaflegt nafn fyrirtækisins, GAM Management, dregur nafn sitt af stofnendunum, Gísla Haukssyni og Agnari. Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi. Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Frumvarp til breytinga á lögum um gjaldeyrismál vegna sérstakrar bindingarskyldu Seðlabankans, sem er oft nefnd innflæðishöft, mun auka fjárfestingu erlendra sjóða hér á landi sem hefur hingað til verið óheimilt að fjárfesta í eignum sem eru ekki umbreytanlegar. Þetta er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði. Sérstök bindingarskylda Seðlabankans, oft nend innflæðishöft, nær til erlendra fjárfesta og er ætlað að sporna gegn vaxtamunarviðskiptum sem voru mikið vandamál fyrir hrunið. Erlendir fjárfestar hafa þurft að uppfylla skylduna með því að binda 20 prósent af fjárfestingu sinni inn á bundinn reikning hjá innlendu fjármálafyritæki. Þetta hefur gert erlendum fjárfestum erfitt fyrir þar sem fjármunir eru skilyrðislaust bundnir út bindingartímann og kann slíkt að ganga gegn fjárfestingarstefnum erlendra sjóða og reglum sem þeir þurfa að fylgja. Samkvæmt nýju frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra verður mögulegt að uppfylla skylduna með svokölluðum endurhverfum viðskiptum með innistæðubréf Seðlabankans. Í þessum viðskiptum verður fjárfestir af ávöxtun á bindingartíma eins og hann hefði geymt peninga á bindingarreikningi. En hið nýja fyrirkomulag felur í sér að fjárfestir getur rofið bindinguna hvenær sem er með því að selja innistæðubréfið frá Seðlabankanum að því gefnu að hann finni kaupanda að bréfinu. Til þessa hafa margir sjóðir ekki fjárfest hér á landi þar sem þeim er óheimilt að fjárfesta í eignum sem ekki er hægt að losa strax. „Ef að rýnt er í tölurnar þá kemur í ljós að erlendir fjárfestar hafa nettó ekki keypt nein skuldabréf á Íslandi frá setningu innflæðishaftanna (sérstöku bindingarskyldunnar innsk.blm) árið 2016. Það liggur einnig fyrir að líklega um átta af hverjum tíu fjárfestum sem hefðu áhuga á að fjárfesta á Íslandi hafa ekki getað gert það vegna umræddra reglna og hvernig þær hafa verið útfærðar. Þannig að ég held að þetta muni hjálpa við að fá mun meira af langtímafjárfestum. Erlendum sjóðum sem eru að fjárfesta til langs tíma,“ segir Agnar Tómas Möller framkvæmdastjóri sjóða hjá Gamma. Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaÞessir erlendu sjóðir munu því geta fjárfest í skuldabréfum íslenskra fyrirtækja svo dæmi sé tekið. Því er um jákvætt skref að ræða fyrir þau fyrirtæki í atvinnulífinu sem hafa átt erfitt með að fjármagna sig hjá bönkunum. „Það mun auðvitað liggjast beinast við að fasteignafélögin í kauphöllinni gætu leitað að erlendri fjármögnun í gegnum þessa kanala,“ segir Agnar. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion banka tekur í sama streng. „Þetta er jákvætt skref. Ef að frumvarpið nær fram að ganga þá reikna ég með að þetta sé mjög mikilvægur áfangi og muni virka til þess að stuðla að aukinni erlendri fjárfstingu hér á landi,“ segir Stefán Broddi.
Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira