Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Þingmenn Miðflokksins telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára Halldórsdóttir segi ekki allan sannleikann. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem tekist var á um það hvort leyfa ætti vitnaleiðslumál þingmannanna gegn Báru. Ítarlega verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig höldum við áfram að fjalla um vegtolla og ræðum við framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðareigenda sem hvetur ráðamenn að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar.

Við segjum frá hættulegum leik barna niður í tólf ára aldur sem felst í því að mana hvert annað til að senda af sér nektarmyndir á lokaða hópa á Snapchat. Lögreglan hefur fengið nokkrar tilkynningar um málið.

Við spáum aðeins í jólatré, hvort sé umhverfisvænna gervijólatré eða ekta - og hvernig hægt sé að komast hjá pöddum á stofugólfinu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×