Enski boltinn

Solskjær einn af þeim sem kemur til greina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Norðmaðurinn þjálfar í heimalandinu
Norðmaðurinn þjálfar í heimalandinu vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær er einn af þeim sem kemur til greina sem bráðabirgðastjóri Manchester United samkvæmt heimildum Sky Sports.

Jose Mourinho var rekinn frá United í morgun. United ætlar að ráða bráðabirgðastjóra út tímabilið og taka sér nægan tíma í að finna framtíðarstjórann.

Michael Carrick mun stýra æfingum United næstu daga en búist er við að bráðabirgðastjórinn verði ráðinn á næstu tveimur sólarhringum.

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri United, vill ráða bráðabirgðastjóra sem þekkir félagið og hefur skilning á sögu, hefðum og menningu félagsins.

Solskjær er stjóri norska liðsins Molde en hann spilaði 235 leiki fyrir Manchester United á sínum tíma og átti meðal annars markið sem tryggði United sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1999.

Þá segir Sam Wallace hjá Telegraph að fyrrum aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson, Mike Phelan, muni einnig koma inn og verða Solskjær til aðstoðar. 

Næsti leikur United er á laugardaginn gegn Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff. 


Tengdar fréttir

Segir að Real Madrid vilji fá Jose Mourinho

Flestir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu eflaust brottrekstri Jose Mourinho í morgun en það lítur út fyrir að einn hásettur maður í Madrid hafi einnig verið mjög ánægður með þróun mála á Old Traffird.

Moyes inn til að klára samninginn?

Manchester United leitar nú að bráðabirgðastjóra eftir að Jose Mourinho var rekinn í morgun. Stuðningsmenn United hafa grínast með að fá David Moyes inn til þess að klára samningstíma sinn.

Sky: Carrick stýrir United fyrst um sinn

Heimildir Sky Sports herma að Michael Carrick muni taka við stjórn Manchester United þar til nýr bráðabirgðastjóri verður ráðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×