Enski boltinn

Ættu miklu frekar að fá Eric Cantona til að taka við United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona er goðsögn hjá Manchester United.
Eric Cantona er goðsögn hjá Manchester United. vísir/getty
Edward Freeman þekkir vel til hjá Manchester United eftir að hafa starfað sem framkvæmdastjóri hjá félaginu til fjölda ára. Hann vill miklu frekar að Eric Cantona taki við United heldur en Ole Gunnar Solskjær.

„Eric Cantona ætti að taka við liðinu á þessum tímapunkti. Ég hugsaði um þetta vel og lengi í gærkvöldi. Hann kæmi með allt til baka sem hefur týnst undanfarið hjá Manchester United,“ sagði Edward Freeman í viðtali á BBC Radio 5 live.

„Eric myndi fá stjórina aftur inn, hann myndi fá virðingu frá leikmönnunum og það sem meira er, hann fengi stuðningsmennina 100 prósent prósent á bak við sig,“ sagði Edward Freeman.





„Ef þið bara hugsið aðeins um þetta. Eric hefur sagt hversu mikið hann elskar Manchester United og að félagið eigi stóran sess í hjarta hans og anda,“ sagði Freeman.

„Ég ræddi einu sinni við Sir Alex Ferguson undir fjögur augu og spurði hann hver í hans liði ætti að taka við af honum eða yrði góður knattspyrnustjóri. Hann hugsaði um það í smá tíma og sagði svo: Það er einn maður sem stendur upp úr að mínu mati þegar kemur að því að vera leiðtogi í klefanum og maður sem aðrir líta upp til. Það var Eric Cantona,“ sagði Freeman.

Eric Cantona er nú 52 ára gamall og eina reynsla hans sem þjálfara var hjá strandfótboltalandsliði Frakka. Hann starfaði einnig sem yfirmaður knattspyrnumála hjá New York Cosmos en aðeins í eitt ár.

Cantona lék með Manchester United frá 1992 til 1997. Á þeim tíma vann hann níu titla á fimm tímabilum þar af ensku deildina fjórum sinum (1993, 1994, 1996 og 1997) og tvisvar sinnum tvennuna (1994 og 1996).



 
 
 
View this post on Instagram
#manchesterunited

A post shared by Eric Cantona (@ericcantona) on Dec 18, 2018 at 1:10pm PST








Fleiri fréttir

Sjá meira


×