Handbolti

Ljónin unnu Íslendingaslaginn í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
"Gömlu“ ljónin halda enn áfram að gera það gott
"Gömlu“ ljónin halda enn áfram að gera það gott vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann fjögurra marka sigur á Kristianstad í Íslendingaslag í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Andre Schmid átti stórleik í liði Ljónanna og skoraði tíu mörk í 27-32 sigrinum. Alexander Petersson skoraði þrjú mörk en Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað.

Í liði Kristianstad var Arnar Freyr Arnarsson á meðal markahæstu manna með fimm mörk. Aðeins Valter Chrintz skoraði meira en Arnar með sex mörk. Ólafur Guðmundsson skoraði eitt mark en Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað.

Eftir jafna byrjun á leiknum tóku Ljónin á skrið um miðjan fyrri hálfleik og settu fjögur mörk í röð. Þegar flautað var til búningsherbergja þá var staðan 13-18 fyrir gestina frá Þýskalandi.

Svíarnir náðu ekki að minnka muninn neitt að ráði í seinni hálfleik og endaði leikurinn því með fjögurra marka sigri þýska liðsins.

Ljónin eru nú með 12 stig eftir 10 leiki, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona sem á leik til góða. Kristianstad er bara með fimm stig úr jafn mörgum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×