Enski boltinn

Öruggur sigur Villa

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Villa er á flugi þessa dagana
Villa er á flugi þessa dagana vísir/getty
Aston Villa heldur áfram að klifra upp töfluna í ensku B-deildinni í átt að einu af efstu sex sætunum sem tryggja umspil um sæti í úrvalsdeildinni að ári.

Villa sótti Middlesbrough heim í kvöld og vann öruggan 3-0 sigur þar sem liðið réði lofum og lögum á vellinum.

James Chester kom Villa yfir eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 í leikhléi.

Í seinni hálfleik tvöfaldaði Tammy Abraham forystuna af stuttu færi með sínu sjöunda marki í fjórum síðustu leikjum. Glenn Whelan tryggði svo sigurinn þegar skot hans fór af Darren Randolph og í marknetið.

Fjórði sigurinn í síðustu fimm leikjum hjá Villa sem er nú aðeins þremur stigum frá sjötta sætinu. Middlesbrough er í þriðja sætinu með 35 stig.

Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Villa, hann er enn að ná sér eftir nárameiðsli og aðgerð sem hann gekkst undir á dögunum.

Fyrr í dag gerði Reading 2-2 jafntefli við Stoke þar sem Mo Barrow tryggði Reading stig í uppbótartíma. Reading er í 21. sæti deildarinnar og aðeins skárri markatala en Bolton sem heldur þeim úr fallsætinu.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading vegna meiðsla.

Norwich endurheimti toppsætið af Leeds með sigri á Rotherham 3-1.

Úrslit dagsins:

Sheffield United - Leeds 0-1

Birmingham - Preston 3-0

Blackburn - Sheffield Wedensday 4-2

Bolton - Wigan 1-1

Derby - Swansea 2-1

Norwich - Rotherham 3-1

Nottingham Forest - Ipswich 2-0

QPR - Hull 2-3

Reading - Stoke 2-2

Middlesbrough - Aston Villa 0-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×