Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. desember 2018 20:22 Jón Ólafsson prófessor telur að virkja þurfi siðanefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða. Fréttablaðið/Anton Brink Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent