Enski boltinn

Pep: Hálfleiksræðan mín var fáránleg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola
Pep Guardiola vísir/getty
Pep Guardiola sagði hálfleiksræðu sína í leik Manchester City og Bournemouth hafa verið fáránlega og að hún sé ekki ástæða þess að City náði í sigur í leiknum.

Staðan var jöfn 1-1 í hálfleik og var Guardiola langt frá því ánægður á svip þegar hann gekk til búningsherbergisins í leikhléi.

„Síðustu tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik vorum við flatir, það var enginn taktur í leiknum,“ sagði Guardiola við blaðamenn að leik loknum.

„Við ræddum þetta í hálfleik en ræðan mín var fáránleg því hún virkaði engan veginn. Fyrstu fimm, tíu mínúturnar í seinni hálfleik voru mjög svipaðar.“

Raheem Sterling og Leroy Sane skoruðu fyrir City í seinni hálfleiknum og tryggðu Englandsmeisturunum sigurinn.

„Leroy, ég veit ekki hvað hann borðaði en ég set það á matseðilinn fyrir næsta leik. Hann breytti gangi leiksins.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×