Enski boltinn

Upphitun: Risastór sunnudagur í enska boltanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið sjóðheitur í liði Everton og í sögunni hefur hann átt það til að skora á Anfield.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið sjóðheitur í liði Everton og í sögunni hefur hann átt það til að skora á Anfield. Vísir/Getty
Það er sannkallaður nágrannaslagsdagur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrír slíkir eru á boðstólnum þar af tveir toppslagir.

Dagurinn byrjar á Lundúnaslag Chelsea og Fulham. Nýliðar Fulham eru á botni deildarinnar, Chelsea í fjórða sætinu og ætti því að vera þokkalega auðveld ákvörðun fyrir þá sem stunda veðmál að veðja á sigur Chelsea í þeim leik.

Annar Lundúnaslagur dagsins er aðeins erfiðara að spá fyrir um. Tottenham mætir á Emirates og sækir Arsenal heim. Tottenham situr í þriðja sætinu, átta stigum á eftir toppliði Manchester City. Arsenal er í harðri baráttu um fjórða sætið, er fyrir daginn stigi á eftir Chelsea.

Dagurinn, og fjórtánda umferðinn, endar svo á Bítlaborgarslagnum. Gylfi Þór Sigurðsson mætir á Evertonrútunni á Anfield og freistar þess að vinna þar, sem yrði fyrsti sigur Everton á Anfield á þessari öld.

Allir leikir dagisns eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, dagskráin hefst með leik Chelsea og Fulham klukkan 12:00, Arsenal og Tottenham leika klukkan 14:05 og Liverpoolslagurinn hefst 16:15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×