Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr laugardagsleikjunum í enska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cedric skoraði glæsimark beint úr aukaspyrnu
Cedric skoraði glæsimark beint úr aukaspyrnu vísir/getty
Það var nóg af mörkum í leikjum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni. Ekki einn af leikjunum sex var markalaus og nokkur glæsimörk voru skoruð.

Jóhann Berg Guðmundsson snéri aftur í lið Burnley sem sótti Crystal Palace heim. Það hefur ekkert gengið hjá Burnley og innkoma Jóhanns náði ekki að bjarga liðinu. Palace vann 2-0 sigur og var seinna markið af glæsilegri kantinum.

Manchester City er enn taplaust á toppnum eftir 3-1 sigur á Bournemouth. Raheem Sterling og Leroy Sane tryggðu City sigurinn í seinni hálfleik eftir að Callum Wilson jafnaði fyrir Bournemouth í fyrri hálfleik.

Southampton skoraði tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútunum gegn Manchester United áður en Romelu Lukaku og Ander Herrera björguðu stigi fyrir United.

Leicester vann 2-0 sigur á Watford, Huddersfield tapaði heima gegn Brighton og West Ham hafði betur gegn Newcastle 0-3.

Öll mörkin og helstu atvik leikja gærdagsins má sjá hér að neðan.

Southampton - Manchester United 2-2
Klippa: FT Southampton 2 - 2 Manchester Utd
Manchester City - Bournemouth 3-1
Klippa: FT Manchester City 3 - 1 Bournemouth
Crystal Palace - Burnley 2-0
Klippa: FT Crystal Palace 2 - 0 Burnley
Huddersfield - Brighton 1-2
Klippa: FT Huddersfield 1 - 2 Brighton
Leicester - Watford 2-0
Klippa: FT Leicester 2 - 0 Watford
Newcastle - West Ham 0-3
Klippa: FT Newcastle 0 - 3 West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×